Um okkur
Kór Akureyrarkirkju
Kór Akureyrarkirkju (áður Kirkjukór Akureyrar) er blandaður kór starfræktur af Akureyrarkirkju. Líkt og aðrir kirkjukórar sinnir hann ásamt organista tónlistarflutningi í helgihaldi kirkjunnar, en einnig er hann tónleikakór
Kór Akureyrarkirkju hefur frá stofnun árið 1945 sungið við messur og aðrar athafnir í Akureyrarkirkju, auk þess sem kórinn hefur á undanförnum 20 árum í auknum mæli komið fram á tónleikum og sungið mörg af stærri kórverkum tónbókmenntanna – til dæmis Messe Solenelle de Sainte Cécile eftir Charles Gounod, Missa Brevis eftir Zoltan Kodály, Requiem eftir Gabriel Fauré, Requiem eftir Mozart, Magnificat eftir J.S. Bach, Gloria eftir Francis Poulenc, Ein Deutsches Reguiem eftir Johannes Brahms, Missa di Gloria eftir Puccini, Missa di Requiem eftir Giuseppe Verdi og Die Schöpfung eftir Franz Joseph Haydn.
Auk þess að syngja mörg af stærri kórverkum tónlistarsögunnar hefur Kór Akureyrarkirkju flutt fjölda mótetta, bæði innlendra og erlendra auk þess að leggja áherslu á flutning íslenskrar tónlistar, bæði nýrra og eldri kórverka. Kórinn hefur farið í fjórar tónleikaferðir út fyrir landssteinana og sungið í Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi, Slóveníu og Kanada.